mánudagur, október 31, 2005

Ég er Hekla María

Jæja, þá er búið að opinbera nafnið mitt og það hefur verið skráð í lífsins bók (sem er skírnarathöfnin). Nafnið Hekla er bara nafn sem M&P völdu út í loftið, þeim finnst það bara svo fallegt. María er eftir ömmu minni heitinni úr Garðabæ. Ég lét heyra vel í mér á meðan athöfnin fór fram, ég grét sem aldrei fyrr en þagði á meðan fólkið söng sálmana. En svo strax þegar athöfnin var búin þá var ég róleg aftur eins og ég á að mér að vera :)
Athöfnin og veislan voru rosalega kósí í alla staði og allir mjög ánægðir eftir daginn :)

Kveðja,
Hekla María.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim