fimmtudagur, október 27, 2005

Ég verð skírð á sunnudaginn!

M&P eru búin að ákveða að láta skíra mig á sunnudaginn. Þau ákváðu þetta skyndilega af því Magga systir pabba er að koma heim um helgina og fer á mánudaginn og kemur ekkert aftur fyrr en um jólin. Hans Markús verður prestur, athöfnin verður bara lítil og kósí hérna heima og skírnarvottar eru Hildur systir mömmu og Sindri bróðar pabba míns.
Hjúkkan kom heim í dag og ég er að þyngjast fínt. Mömmu grunar nú samt að ég sé ekki að fá næga mjólk hjá henni á kvöldin, því undanfarnar 3 nætur er ég búin að láta hafa svolítið fyrir mér á nóttinni :) Ég vil ekki sofa, er bara svolítið óvær og M&P skiptast á að vera á dudduvaktinni eins og þau kalla það, en það er að stinga duddunni upp í mig um leið og ég byrja að umla eitthvað. En þetta hlýtur að lagast, nú ætlar mamma að fara telja hversu oft ég er að kyngja mjólkinni á kvöldin, ef það er í öðrum hverjum sopa þá er ég að fá nóg, ef það er í þriðja til fjórða hverjum sopa þá er ég ekki að fá nóg.......já þetta eru vísindi :)

kveðja,
Klara glans.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim