sunnudagur, október 16, 2005

Gulan að fara og ég að verða bolla :)

Við fórum uppá Landsa í dag í gulu mælingu og það kom svona rosa fínt út, þurfum ekkert að fara aftur. Svo var ég vigtuð og er að þyngjast svona rosa vel, þá getur mamma hætt að hafa áhyggjur af því að ég sé ekki að drekka nóg. Annars sef ég bara voða mikið, en vill taka margar stuttar drekku tarnir inn á milli. Núna er ég að lúlla í vagninum mínum inn í stofu hjá mömmu og pabba, hann er bara þessi fína vagga fyrir mig :) Ekkert meira að frétta í bili, nema það að ég eignaðist litla frænku í morgun, Sigurlaug frænka átti stelpu, 16 merkur og 52.2 cm....aðeins stærri en ég, en ég ætla reyna drekka mikið hjá mömmu svo ég verði jafn stór og hún :)

Kv.Klara glans.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim