Pabbi kominn heim!
Nú er pabbi minn búinn að vera í burtu frá morgni til kvölds í tvo daga! Hann er bara búinn að vera upp í sveit að byggja sumarbústað og ég og mamma bara einar heima. Ég er ennþá svo lítil að mér finnst nú bara ekkert sniðugt að hann sé svona mikið í burtu. En við mamma spjöruðum okkur ágætlega, t.d baðaði mamma mig alein í dag.....sem var í rauninni ekkert mál því mér finnst svoooo notalegt í baði að ég geispa bara og slaka á alltaf þegar ég er komin ofan í baðið.
Annars dró til tíðinda í lífi mínu í fyrradag....ég fékk duddu! Nú er ég orðin duddu stelpa :) Mamma ætlaði að bíða í viku í viðbót, en henni var allri lokið nóttina áður því hún þurfti að leyfa mér að sjúga puttann sinn í einn og hálfan tíma svo ég gæti sofið róleg, þannig að hún ákvað að leyfa mér að fá bara alvöru duddu og ég er hæst ánægð með það.
Ég held að M&P séu búin að ákveða hvað ég eigi að heita, þau eru allavega farin að kalla mig alltaf sama nafninu, ég heiti ekki lengur snúlla, klara eða búgalú greinilega.....nema pabbi ætlar að kalla mig búgalú í nokkra daga í viðbót....hann er svo skrýtinn, hann hættir þessu kannski þegar ég hef verið skýrð.
Kveðja,
Búgalú hans pabba síns.
Annars dró til tíðinda í lífi mínu í fyrradag....ég fékk duddu! Nú er ég orðin duddu stelpa :) Mamma ætlaði að bíða í viku í viðbót, en henni var allri lokið nóttina áður því hún þurfti að leyfa mér að sjúga puttann sinn í einn og hálfan tíma svo ég gæti sofið róleg, þannig að hún ákvað að leyfa mér að fá bara alvöru duddu og ég er hæst ánægð með það.
Ég held að M&P séu búin að ákveða hvað ég eigi að heita, þau eru allavega farin að kalla mig alltaf sama nafninu, ég heiti ekki lengur snúlla, klara eða búgalú greinilega.....nema pabbi ætlar að kalla mig búgalú í nokkra daga í viðbót....hann er svo skrýtinn, hann hættir þessu kannski þegar ég hef verið skýrð.
Kveðja,
Búgalú hans pabba síns.
1 Ummæli:
nohhabbla hahh...
Skrifa ummæli
<< Heim