Jæja, af þessum bæ er allt gott að frétta, bara tóm hamingja :) Ég er sem sagt byrjuð að fá graut á hverjum degi og mamma er alltaf að auka skammtinn sem ég fæ en henni virðist sem ég sé bara ekki að fá nóg! Mér finnst hann svo svakalega góður að ég vil alltaf meira en hún er að skammta mér! En nú gildir bara tvöföldunar reglan, skammturinn er tvöfaldaður milli daga, það þýðir ekkert að hafa mig svanga sko.
En svo tók ég upp á því í fyrradag allt í einu að vera voðalega dugleg að sitja sjálf! Ég get bara sitið mjög lengi alein og sjálf :)
Við fórum til læknisins um daginn og hann kíkti í eyrun á mér og ég er orðin alveg eins og ný í eyrunum :) Öll bólga og vatn farið sem betur fer.
Þessi helgi er búin að vera ansi skemmtileg hjá okkur, við fórum upp á Skaga að hitta hann langafa og þar hittum við líka Guðrúnu Fjólu frænku og mömmu hennar og afa og ömmu :) Nú svo fórum við í 3gja ára afmæli til hennar Arndísar vinkonu minnar og svo fengum við Andra Fannar og Mömmu hans í mat á Laugardaginn! Andri Fannar var svo góður við mig, hann lánaði mér rosalega flott dót sem hann átti þegar hann var lítill, svona leikstöð með ljósum og lögum sem ég ýti á með löppunum, alveg rosalega spennandi. Svo í dag fórum við til Gunnhildar og Valgerðar í Ásgarðinn í mat og mér finnst þær svo skemmtilegar, þær eru stórar og ég er aðeins of lítil ennþá til að geta leikið við þær, en mér finnst voðalega spennadi að fylgjast með þeim leika. Jæja nóg í bili....
kv.Hekla María.
En svo tók ég upp á því í fyrradag allt í einu að vera voðalega dugleg að sitja sjálf! Ég get bara sitið mjög lengi alein og sjálf :)
Við fórum til læknisins um daginn og hann kíkti í eyrun á mér og ég er orðin alveg eins og ný í eyrunum :) Öll bólga og vatn farið sem betur fer.
Þessi helgi er búin að vera ansi skemmtileg hjá okkur, við fórum upp á Skaga að hitta hann langafa og þar hittum við líka Guðrúnu Fjólu frænku og mömmu hennar og afa og ömmu :) Nú svo fórum við í 3gja ára afmæli til hennar Arndísar vinkonu minnar og svo fengum við Andra Fannar og Mömmu hans í mat á Laugardaginn! Andri Fannar var svo góður við mig, hann lánaði mér rosalega flott dót sem hann átti þegar hann var lítill, svona leikstöð með ljósum og lögum sem ég ýti á með löppunum, alveg rosalega spennandi. Svo í dag fórum við til Gunnhildar og Valgerðar í Ásgarðinn í mat og mér finnst þær svo skemmtilegar, þær eru stórar og ég er aðeins of lítil ennþá til að geta leikið við þær, en mér finnst voðalega spennadi að fylgjast með þeim leika. Jæja nóg í bili....
kv.Hekla María.
3 Ummæli:
Voða er fólk óduglegt að kvitta fyrir sig á þessari síðu. Foreldrarnir eru nú ekki það duglegir að setja inn færslur, að það er lágmark að við lesendurnir kvittum fyrir okkur til þess að setja smá krydd í þetta.
Svo hér með er eitt kvitt frá Gunnu.
Kvitt frá Nönnu Björgu.
Kvitt, kvitt frá Óla Birni.
Skrifa ummæli
<< Heim