mmmmm...
Magga frænka kemur heim í dag! Hún ætlar að koma og knúsa mig aðeins um helgina. Ég er ennþá svolítið kvefuð, með hósta og nefkvef en engan hita og ekkert í eyrunum sem betur fer. Ég hristi þetta af mér fljótlega. En ég er samt voðalega dugleg sko, ég er nánast farin að sitja alveg sjálf, næstum hætt að detta bara. Ég er líka svo dugleg að borða, þess vegna get ég gert allskonar svona æfigar :) Ég er sem sagt farin að fá heila grautarmáltíð á kvöldin og svo er ég búin að fá að smakka gufusoðið broccoli núna síðust 3 daga.....mér finnst það svoldið skrýtið en ég borða það samt alveg. Fljótlega ætlar mamma svo að leyfa mér að smakka gulrótarmauk.....mmmm...spennó!
kv.Hekla María
kv.Hekla María
1 Ummæli:
Duglega stelpa- það er svo gott að borða. Guðrún Fjóla er farin að borða alveg heilmikið og finnst bara allt gott. Brokkólí er samt svolítið bragðsterkt þannig að það kemur stundum svona sítrónu svipur á mína. En borðar það nú samt. Mamman er nú ekkert að taka þessu rólega og hefur hún fengið að borða margar tegundir af Baby Organic krukkumat úr Nóatúni. En uppáhaldið er bananinn.- Við sjáumst vonandi á mánudaginn. Vertu dugleg að losa þig við kvefið um helgina elsku frænka.
Kv Sigurlaug og Guðrún Fjóla
Skrifa ummæli
<< Heim