sunnudagur, apríl 09, 2006

6 mánaða skvísa

Jæja þá er þessum merka áfanga náð (í gær, mamma er löt að blogga), ég er orðin 6 mánaða :) Ég er farin að babbla heil ósköp, vek mömmu á hverjum morgni með allskonar dásamlegu babbli og skrýtnum hljóðum. Ég er alltaf voðalega dugleg að borða. Ég fæ grænmeti í hádeginu og graut á kvöldin og nú er ég komin með tæknina aðeins betur á hreint. Í stað þess að maturinn fari úr skeiðinni upp í munn - út aftur með tungunni,
- í skeiðina aftur og svo aftur upp í munn, þá fer hann meira bara úr skeiðinni - upp í munn og ofaní maga :)
Við fórum í fermingaveislu í gær hjá frænda mínum honum Sigurði Páli og ég var ægilega fín! Fór í brúnu loðskinns kápunni minni og Mínu prinsessu kjólnum sem pabbi minn keypti, alveg glimrandi fín og þegar við mættum kom í ljós að við Guðrún Fjóla frænka vorum alveg eins klæddar! Já og ekkert næstum því eins heldur alveg eins! Hún á líka brúna loðskinns kápu, vissi það, en svo á hún líka Mínu prinsessu kjól, vissi það ekki! Gaman að því.
Jæja, hef ekkert meira að segja í bili, eins gott að mamma verði dugleg að blogga næstu daga, því nú er amma mín í útlöndum og vill fá fréttir af "dúrílúríunni" sinni. Svo er Magga frænka auðvitað farin aftur til Ameríku, þ.a Mamma stattu þig í blogginu kona!

kv.Hekla María dúrílúrí hennar ömmu sinnar :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim