sunnudagur, apríl 30, 2006

Ekki ein heldur TVÆR

Ég fékk smá hita í fyrradag, við fórum á heilsugæsluna og ég er komin með smá eyrnabólgu aftur :( Annar skýklalyfja kúr í uppsiglingu :(
En að skemmtilegri málum, ég fór að sofa með eina tönn í gær, en vaknaði með TVÆR í morgun!

kv.Hekla María að safna tönnum :)

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ, vonandi tekst þér að vinna á þessari eyrnabólgu sjálf og sleppur við að fara á sýklalyf.
Aumingja Nanna litla er á sínum fyrsta sýklalyfjakúr núna. Foreldrana grunaði ekki að hún væri með í eyrunum, enda kvartaði sú stutta ekkert. Hún er svo mikil kraftakona :) Eitt kvöldið fór svo bara að renna vökvi úr öðru eyranu og þá var sprungin hljóðhimnan vegna eyrnabólgu. Nú er hljóðhimnan sennilega gróin, og kúrinn að verða búin, svo nú erum við búin að ákveða að fá ekki aftur í eyrun á næstunni, enda farin að undirbúa okkur fyrir Spánarferðalag.
Gangi ykkur vel í baráttunni við eyrnabólguna.
Kv. Gunna og Nanna Björg

9:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim