þriðjudagur, apríl 18, 2006

Gleðilega liðna páska :)


Jæja það var verið að rukka um páska sögur af mér í commentunum. Það er skemmst frá því að segja að maður fékk ekki einu sinni að smakka svo mikið sem gramm af súkkulaði á sjálfri súkkulaði hátíðinni sem páskarnir eru! Ég fékk meira að segja páskegg frá afa, en nei, ekki eitt smakk, M&P borðuðu það allt saman. En ég fékk að eiga málsháttinn sem var svohljóðandi: "Oft tefur offlýtirinn".
En annars voru þetta bara huggulegir páskar í Keldulandinu, Hildur frænka kom á páskadag og borðaði páskamat með okkur. Pabbi fór tvisvar upp í sveit, á Sólvelli til að vinna í húsinu. Nú fer heldur betur að styttast í að ég og mamma getum komið með, ætli næsta helgi verði ekki fyrsta helgin sem við fjölskyldan sofum þar :) Gaman að því. Segi nánar frá því þegar að því kemur.

kv.Hekla María páskaungi.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

góða skemmtun í sveitinni um helgina ... takk fyrir páskaupdate-ið.
Knús,
Mvb

3:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim