Krútt
Fórum í mömmu hitting í dag. Það var rosalega gaman að hitta mömmurnar og krílin eins og venjulega, en ég tók mig til að var með smá skemmtiatriði. Ég á það til stundum þegar ég brosi að fitja upp á nefið, sem er alveg óendanlega krúttlegt og sætt, en í dag gerði ég það með tilþrifum. Ég fitjaði upp á nefið og lokaði augunum og brosti - eins konar brosgretta, erfitt að lýsa því. Mömmurnar hlógu allar að mér og mér fannst það svo gaman að ég hélt bara áfram og áfram og áfram......þetta var mjög fyndið allt saman. Þetta náðist á mynd, mamma ætlar að reyna grafa mynd upp einhversstaðar og skella inn.
En ég gleymdi að segja frá því í síðasta bloggi að við erum byrjaðar á tónlistar og leikfimi námskeiði hjá Leikhöllinni. Þetta er fjögurra vikna námskeið, tvö skipti í tónlist og tvö í leikfimi. Okkur líst alveg ágætlega á þetta, förum í tíma nr.2 á miðvikudaginn. Í fyrsta tímanum söng kennarinn lög fyrir okkur, m.a lög með nöfnunum okkar í, mjög sniðugt. Svo voru blásnar sápukúlur við undirspil Mozarts, okkur var ruggað í teppi og sungið bíum bíum bambaló svo fátt eitt sé nefnt. En gotta go now...
kveðja, Hekla María.
En ég gleymdi að segja frá því í síðasta bloggi að við erum byrjaðar á tónlistar og leikfimi námskeiði hjá Leikhöllinni. Þetta er fjögurra vikna námskeið, tvö skipti í tónlist og tvö í leikfimi. Okkur líst alveg ágætlega á þetta, förum í tíma nr.2 á miðvikudaginn. Í fyrsta tímanum söng kennarinn lög fyrir okkur, m.a lög með nöfnunum okkar í, mjög sniðugt. Svo voru blásnar sápukúlur við undirspil Mozarts, okkur var ruggað í teppi og sungið bíum bíum bambaló svo fátt eitt sé nefnt. En gotta go now...
kveðja, Hekla María.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim