föstudagur, apríl 28, 2006

Long time no blog. En það er bara lítið að frétta svo sem, bara rólegheit hjá okkur þessa vikuna. Ég er farin að sýna svona smá skrið takta, það þýðir oft lítið að vera með eitthvað leikteppi handa mér lengur, því ég er á ferðinni um alla stofuna! Tönnslunni minni líður bara ágætlega, en hún er svolítið einmanna samt :) hin er ekki komin upp ennþá. Við ætluðum að fara í sveitina á morgun og koma á sunnudaginn, en ég held að við förum ekki því ég er komin með eitthvað smá kvef! Aftur! En vonandi fæ ég ekki í eyrun samt. Við erum að fara á heilsugæsluna á eftir og þá ætlar mamma að láta kíkja í eyrun á mér. Vonandi verður engin alvara úr þessu kvefi, því veðrið er svo æðislegt að það væri synd ef við fjölskyldan þyrftum að eyða allri helginni innanhúss!!

kv.Hekla María

1 Ummæli:

Blogger Gunnhildur sagði...

Hæ Hekla María mín, Geiri og Helga! :) Gaman ad heyra frá ykkur! Og frábært ad thú ert med blogg litla mín, thá get ég fylgst adeins med frá útlandinu... Hlakka mikid til ad sjá thig í sumar, í 1. sinn! Ég og Peter komum til Íslands 11.júlí og förum heim 24.júlí.... Hafdu thad gott og bid ad heilsa mömmu og pabba :)

9:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim