Undurfagra sveitin mín
Þá erum við fjölskyldan búin að eyða fyrstu helginni saman á Sólvöllum. Þetta var æðisleg helgi og við erum ofsalega ánægð með að eiga svona afdrep í sveitinni. Við mamma erum alveg búnar að fyrirgefa pabba að hafa verið í burtu þessa daga sem hann fór að vinna í sveitinni, því að hann er aldeilis búin að gera okkur fallegt hreiður! Við fengum sýnishorn af öllum veðrategundum: sól og logn, rigning, rigning með roki, snjó, snjó með roki, lóðrétt hagl og lárétt hagl. Annars gekk allt bara eins og í sögu hjá okkur, ég svaf eins og engill og mamma og pabbi skröbbluðu, lásu og pabbi smíðaði að sjálfsögðu aðeins líka svo eitthvað sé nefnt.
kv.Hekla María heimasæta á Sólvöllum.
kv.Hekla María heimasæta á Sólvöllum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim