þriðjudagur, maí 16, 2006

Aðskilnaður....

Við mamma slógum aðskilnaðarmet um helgina. Mamma fór í ferð með vinnunni sinni um hádegi á laugadaginn og við sáumst ekki aftur fyrr en um kl 6.00 um morguninn þegar ég vaknaði til að fá að drekka! Ég var nú ekkert sérlega hrifin af þessu uppátæki hennar á köflum, en ég á góðan pabba sem betur fer :)
Já og meira um aðskilnað. Ég veit ekki alveg hvað er með þessa foreldra mína þessa dagana, því í gær tóku þau upp á því að færa rúmið mitt inn í mitt herbergi þar sem ég svo svaf í nótt! Já svona gerast kaupin á eyrinni, en þetta var nú samt bara allt í lagi, ég mótmælti þessu ekki neitt, enda orðin svo stór stelpa :) Vinnan var líka öll þeirra megin, þau þurftu bara að hlaupa herbergjanna á milli í nótt til að sinna mér :), en ég held að ég hafi nú samt sofið bara jafnvel betur svona ein í mínu herbergi. Svo fer nú þessi þjónusta við mig að minnka á nóttinni bráðum, þá verða þau líka miklu skemmtilegri daginn eftir, ekki geispandi hvað eftir annað :)

kv.Hekla María stóra stelpa!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin að endurheimta svefnherbergið :)

Það er allt annað líf þegar maður getur aftur rætt málin í svefnherberginu án þess að hvísla...

9:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

... eruð þið alveg hætt að taka myndir af rúsínunni? Engin pressa samt sko :)
knús,
Margrét

3:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim