fimmtudagur, maí 11, 2006

Já góðan daginn! Við erum hér, bara höfum ekki tímt að eyða tímanum fyrir framan tölvuna síðustu daga, erum búnar að vera úti að njóta blíðunnar....sem er farin núna :)
En það gengur allt vel, fékk smá kvef um daginn og eyrnabólgu, ekki gott mál, en það er búið núna sem betur fer. Ég er voðalega mikið að fullorðnast þessa dagana, má helst ekki vera að því að vera 7 mánaða, ég vil bara labba út um allt! Búin að fatta það að þegar ég sit hjá mömmu (eða bara hverjum sem er) þá get ég tekið í sitthvora hendina og þá er mér lyft upp svo ég get labbað! Mömmu finnst pínu fyndið að þegar ég sit hjá henni og er pirruð að þá ríf ég í hendurnar á henni til að fá að standa upp og labba :) En svo er ég líka að æfa mig í að skríða, ég tosa mig áfram með höndunum, kemst flestra minna leiða með því og svo bara velti ég mér líka í nokkra hringi þangað til ég lendi þar sem ég vil vera :)

kv.Hekla María stóra stelpa

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra frá ykkur aftur og vita að allt er í fúl swíng.

bk
mvb

6:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim