fimmtudagur, september 14, 2006

Labbaði smá :)

Ég og mamma fórum í afmæli til Þórdísar á Laugadaginn síðasta. Ég var rosalega stillt allan tímann enda nóg af dóti til að skoða í herberginum hennar Þórdísar. Þegar afmælið var að verða búið þá sat ég á gólfinu að leika mér og mamma sat rétt hjá og var að spjalla við vinkonur sínar þegar ég tók mig til og stóð upp. Það er nú kannski ekki merkilegt, en það sem ég gerði næst var merkilegt. Ég sleppti takinu á dótinu sem ég reisti mig upp við og labbaði til mömmu! Þetta voru alveg 4-5 skref og ég var bara nokkuð örugg með mig :) Ég geri þetta stundum hérna heima en hef aldrei tekið svona mörg skref. En labbið mitt er líka ennþá svolítið skrýtið, ég labba svona út á hlið einhvernveginn. En nú ætla ég bara að vera dugleg að æfa mig svo ég geti labbað í 1 árs afmælinu mínu :)

kv.Hekla María labbikútur

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú hefur alltaf verið svo dugleg að öllu litla mús.
Hvenær á að koma og heimsækja okkur Sigurð Flóvent???
Bið að heilsa mömmu þinni

11:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Stattu þig stelpa. Ég treysti á að þú hlaupir um allt fyrir afmæli. Ég er nefnilega ALLTAF svöng.

12:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim