miðvikudagur, október 04, 2006

Hæ allir. Nú er farið að ganga rosalega vel hjá dagmömmunum. Mamma fékk að heyra það frá þeim að ég væri mjög mikill dundari því ég er mikið að dunda mér ein með dót yfir daginn. Í leikherberginu hjá þeim er stór leikfangakofi og þar finnst mér rosalega gaman að leika mér og uni mér oft lengi þar ein eitthvað að brasa. Þetta fannst M&P gaman að heyra. Ég hef ekki mikið bætt við labbið mitt, fyrr en í dag! M&P voru eiginlega búin að ákveða það að ég yrði ekki farin að labba fyrir 1 árs afmælið mitt en svo í dag tók ég mig til og labbaði helling hérna heima! Það var mjög kátt í kotinu á meðan á þessu stóð, mikið klappað og hlegið :) Svo er ég farin að tala heilmikið líka...eða segja fullt af orðum allavega. Uppáhalds orðið mitt þessa dagana er 'klukka'. Ég segi það endrum og eins allan daginn og t.d í morgun bauð ég M&P góðan dag með þvi að segja 'klukka' :)
Nú fer 1 árs afmælið alveg að bresta á og allir orðnir spenntir :) M&P búin að ákveða afmælisgjöfina mína og ég búin að fá afmælisdress frá ömmu. Allt að verða klárt fyrir þennan merkis dag!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jibbí, hvað segið þið um hvítlauksristaðann humar í forrétt og grillað lambafile í aðalrétt með bakaðri kartöflu???

Annars Til hamingju með dömuna!

8:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til lukku með daginn skvís ...
knús og kossar
Margrét frænka

12:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku Hekla María, til hamingju með eins árs afmælið þitt í dag 8. október Kveðja, frá London.

6:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim