sunnudagur, apríl 22, 2007

Mætt á svæðið

Úff hvað mamma og pabbi eru búin að vera löt að blogga. Ég held samt að þau ætli að byrja aftur, sérstaklega eftir að þau fengu bókina frá Möggu frænku sem var búin til úr blogginu og myndunum á netinu. Það er nú flottasta bók sem ég hef séð á ævinni, enda með stjörnu í aðalhlutverki.

Kannski þeim sé hætt að finnast spennandi þegar ég geri eitthvað nýtt?! Neeee, það held ég varla, ég lauma inn einu og einu orði til að halda þeim við efnið. Í gær sagði ég "byko", enda ekki seinna vænna ef ég á að geta beðið pabba um að kaupa fleiri verkfæri handa mér ... ég gerði nefnilega heiðarlega tilraun, alveg upp á eigin spýtur, til að skrúfa í sundur nýja stólinn minn með sexkanti í vikunni. Verkfræðigenið er líklega að rumska í mér :)

Annars erum við flutt í Laxakvíslina og erum rétt búin að koma okkur fyrir, ég fékk nýtt prinsessuherbergi. Það verður mynd af því hérna með næsta pósti .... og kannski líka myndir af íbúðinni fyrir aðdáendur í útlöndum. Það er rosalega mikið af krökkum hérna og róló rétt fyrir framan stofugluggann.... ég held það verði baaaaara stud að búa hérna.

Það gleymdist kannski að færa það til bókar út af öllu flutningaveseninu að ég var 10,5 kíló í 18 mánaða skoðuninni fyrir 2 vikum og var rétt rúmlega hálfur meter á lengd :) Bless í bili

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

"Það gleymdist kannski að færa það til bókar út af öllu flutningaveseninu að ég var 10,5 kíló í 18 mánaða skoðuninni fyrir 2 vikum og var rétt rúmlega hálfur meter á lengd"

Eitthvað held ég að þú sért nú lágvaxin og budduleg mín kæra. Rétt rúmlega hálfur meter á lengd og 10,5 kg ;) Eru mamma og pabbi ekki alveg með stærðfræðina á hreinu ???

2:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

vííí, gaman að þið séuð byrjuð að blogga :)

-mvb

1:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim