Stutt er flutt
Phew... þá erum við loks alveg flutt í nýja húsið. Pabbi fór og afhenti lyklana af gömlu íbúðinn í hádeginu. Kannski minnkar stressið í foreldrum mínum um 1/3 fyrst þau eiga núna bara 2 hús til að búa til verkefni í.
Það er búið að vera svo hlýtt síðustu 3 daga að ég hef farið á peysunni í bilinn til dagmömmunnar. Mér er sagt að þetta sé óvenjulegur hiti miðað við árstíma, en ég hef svo sem ekkert að miða við ... en er þá verið að segja mér að vetur á þessu landi sé yfirleitt lengri en þetta?? Ertekki að djóka með mig? :)
Ég fór með mömmu í göngutúr í Krónuna að kaupa í matinn áðan og við fukum nærri því út í buskann á leiðinni heim ... og svo fór ég í 1. maí kröfugöngu með Hildi frænku í stofunni, myndir af því koma fljótlega.
Það er búið að vera svo hlýtt síðustu 3 daga að ég hef farið á peysunni í bilinn til dagmömmunnar. Mér er sagt að þetta sé óvenjulegur hiti miðað við árstíma, en ég hef svo sem ekkert að miða við ... en er þá verið að segja mér að vetur á þessu landi sé yfirleitt lengri en þetta?? Ertekki að djóka með mig? :)
Ég fór með mömmu í göngutúr í Krónuna að kaupa í matinn áðan og við fukum nærri því út í buskann á leiðinni heim ... og svo fór ég í 1. maí kröfugöngu með Hildi frænku í stofunni, myndir af því koma fljótlega.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim