þriðjudagur, júní 12, 2007

Af Leikskóla og klifri

Leikskólaplássið hefur fengist staðfest með smá breytingu. Ég byrja í aðlögun 2.júlí og verð til 11.júlí en þá fer leikskólinn í sumarfrí. Svo byrja ég aftur 9.ágúst eftir frí. Ég veit ekki hvor okkar er spenntari fyrir þessu ég eða mamma mín!
En við fjölskyldan eyddum helginni + 1degi í sveitasælunni og gróðursettum heilan helling af trjám, pabbi var reyndar í aðalhlutverki þar en ég er ekki frá því að ég hafi séð mömmu gömlu stinga niður nokkrum hríslum líka.
Stóra rimla málið hefur verið til lykta leitt, en úr varð að þau gömlu föttuðu að taka 4 rimla úr rúminu og búa þannig til inn- og útgönguleið fyrir mig og þannig forða mér frá öllu klifri.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim