Rimlar no-more!
Pabbi setti mig inn í rúm kl 8 eins og venjulega, ég komin í gegnum svefnrútínuna mína, bursta tennur, nammiduddu, lesa bók, kúra á öxlinni og svo grenja í svona 3-4 mín og öskra "famm framm" (les: fram, fram). Ég er nú alveg búin að fá nóg af þessu rútínurugli og læt ekkert hafa mig í e-r langtímaöskur .... svo ég klifraði bara út úr rúminu og náði í pabba fram. Hann var nú svolítið hissa á svipinn þegar ég kom þrammandi inn í stofu, gerði sér líklega grein fyrir að valdahlutföllin í svefnrútínunni höfðu aðeins breyst í kvöld :) Nú verða þau að finna e-r önnur ráð, líklega er ég vaxinn upp í nýjan kafla í svefnráðgjafabókinni, rimlar halda mér ei meir.
2 Ummæli:
Dugnaðarforkur þessi dama ykkar ;)
Snillingur ertu stelpa :)
-mvb
Skrifa ummæli
<< Heim