föstudagur, júlí 06, 2007

Leikskólinn rokkar

Í dag er fjórði dagurinn minn á leikskólanum og nú fer ég í morgunmat kl 8.30 ... svo inn að leika og út að leika og svo er hádegismatur kl 11. Í dag fæ ég svo að taka hádegislúrinn á leikskólanum í fyrsta skipti og þá fer nú þessi aðlögun að taka enda og ég verð tekin sem fullgildur skólakrakki :)

Annars er Magga frænka í heimsókn og kom með alveg rosalega mikið af fötum handa mér ... flest allt sumarföt þannig að ég verði nú örugglega aðalpæjan á leikvellinum í Madrid.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Eruð þið að fara að flytja til Spánar??? Hvað eruð þið að fara að gera þar? Nú erum við sko forvitin, hehe.
Kv. Silla og Sigurður Flóvent

10:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim