Leikskólinn rokkar
Í dag er fjórði dagurinn minn á leikskólanum og nú fer ég í morgunmat kl 8.30 ... svo inn að leika og út að leika og svo er hádegismatur kl 11. Í dag fæ ég svo að taka hádegislúrinn á leikskólanum í fyrsta skipti og þá fer nú þessi aðlögun að taka enda og ég verð tekin sem fullgildur skólakrakki :)
Annars er Magga frænka í heimsókn og kom með alveg rosalega mikið af fötum handa mér ... flest allt sumarföt þannig að ég verði nú örugglega aðalpæjan á leikvellinum í Madrid.
Annars er Magga frænka í heimsókn og kom með alveg rosalega mikið af fötum handa mér ... flest allt sumarföt þannig að ég verði nú örugglega aðalpæjan á leikvellinum í Madrid.
1 Ummæli:
Eruð þið að fara að flytja til Spánar??? Hvað eruð þið að fara að gera þar? Nú erum við sko forvitin, hehe.
Kv. Silla og Sigurður Flóvent
Skrifa ummæli
<< Heim