fimmtudagur, júlí 05, 2007

Léttur Lansi

Fór í þessa venjulega blóðprufu á Landsspítalanum í fyrradag. Þetta hefur oft verið rosalega erfitt stundum en í gær lenti ég á e-i "Háskólavakt" þar sem stelpurnar fóru hamförum í að skemmta mér. Þær lögðust allar á eitt til að ég hefði ekki hugmynd um hvað var í gangi :) ... fattaði ekkert fyrr en allt var búið og ég mátti fara heim með pabba. Ég ætla að biðja um að fá að fara aftur á þessa vakt næst þegar ég fer í prufu. Árni sagði svo í gær að ég þurfi að mæta einu sinni enn áður en við förum til Madrid ... ó, var ég ekki búin að minnast á það, við erum kannski að flytja til Spánar í haust.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim