Anna og skapsveiflurnar
Jæja, þá er netið komið í lag heima og mamma og pabbi hljóta nú að fara að blogga soldið. Svo setjum við líka upp vefmyndavél svo allir heima geti séð mig elda í nýja eldhúsinu sem ég fékk í jólagjöf. Ég er búinn að vera í aðlögun á leikskólanum í viku núna og hef nælt mér í smá skapsveiflur því spænsku krakkarnir eru "kreiþí". Í dag var annar dagurinn sem Hildur fór í smá stund og ég grét ekki neitt. Vonandi fæ ég að vera lengur og lengur á leikskólanum smám saman.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim