laugardagur, október 27, 2007

Laugardagur í leti

Ég ákvað að taka mér föstudagsfrí í gær úr leikskólanum og var heima með Hildi að safna orku fyrir næstu viku. Í dag er mamma að vinna og við pabbi erum með rólegheitadag, við förum í mesta lagi aðeins í Al Campo og kaupum vefmyndavél og ost :) Það er hægt að fá allt í Al Campo. Það er aðeins byrjað að kólna hérna, og þó að hitamælirinn segi 17 gráður, þá er ekki eins freistandi að eyða deginum í hangs á róluvellinum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim