fimmtudagur, október 11, 2007

Löng helgi

M&P búin að finna æðislega einkarekinn leikskóla í nágreninu sem ég byrja í á mánudaginn. Segi betur frá skólanum seinna, en ég er alveg að fara á límingunum yfir því að hitta ekki krakka á hvejum degi!
Við erum ekki orðin nettengd heima ennþá, þetta gengur eitthvað voðalega hægt fyrir sig - en þegar það kemur setjum við inn fleiri myndir og bloggum meira :)
Þriggja daga helgi framundan hér í spánarveldi, þjóðhátiðadagur spánverja á morgun. Við mamma ætlum að spóka okkur eitthvað niðrí bæ á morgun, pabbi ætlar að eyða deginuum í dag og á morgun með Birgi Leif kylfingi sem caddy, en hann er að keppa núna hér í Madrid á evróputúrnum. Nú ef hann kemst svo áfram þá eyðir pabbi bara helginni með honum lika :) Fengum boðsmiða á veðreiðar á sunnudag, við mæðgurnar ætlum að fara og pabbi gamli kemur með ef hann verður ekki í golfinu.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hæbbs

hvað er að frétta? hvernig gengur á leikskólanum?

knús
M

2:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim