laugardagur, nóvember 24, 2007

Mjólkurblogg

Á ég að trúa því að enginn hafi skrifað fyrir mig síðustu 3 vikurnar? Meiri bloggletin í foreldrum mínum. Hvað um það ... það er allt að detta í rútínu hérna hjá okkur í Madrid. Ég er farin að vera í skólanum frá 8.30 á morgnana þar til ég vakna af 2gja tíma hádegislúr kl 15.00 og Hildur sækir mig. Það er ennþá smá grátur á morgnana þegar ég er skilin eftir en það er nú bara til að mamma og pabbi haldi að ég sakni þeirra eitthvað á daginn ... right ;)

Það merkilegasta sem gerðist samt í þessari viku var að mamma uppgötvaði alvöru mjólk í kjörbúðinni á fimmtudag .... ég held að það sé ekkert aftur snúið í bleiku Sollu Stirðu g-pakkamjólkina. Þessi mjólk er næstum betri en heima!!

Annars voru tóm veikindi á heimilinu þessa síðustu viku og það var ekki fyrr en í gær, föstudag að þau fóru bæði í vinnuna. Ég fékk smá snert af ælupest á miðvikudagsnóttina og fór ekki í skólann á fimmtudag en hélt þess í stað uppi stanslausu stuði á heimilinu... því þetta var eftir allt saman engin pest. Það er eitthvað verið að segja mér að amma sé að koma í heimsókn í næstu viku en ég trúi því nú svona mátulega. Tek því bara rólega í spenningnum þar til hún birtist.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Eru engar sögur frá ömmuheimsókninni?

kk,
mvb

3:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim