mánudagur, desember 24, 2007

Feliz Navidad

Nú er allt að verða klárt fyrir jólin. Hamborgarhryggurinn að verða tilbúinn í ofninum, kartöflurnar komnar í brúnun og spænska maltið og appelsínið orðið kaldara en volgt úti á svölum :) Klukkan 6 að íslenskum tíma verður kveikt á jólamessunni í útvarpinu og sest að snæðingi um leið og þulurinn í ríkisútvarpinu leyfir.

Við sendum okkar bestu jólakveðjur frá Madrid til allra heima á Íslandi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim