Ömmuheimsókn
Jæja, þá lokins fengum við heimsókn til Madrid og það var ekki af verri endanum því amma kom í heimsókn. Hún tafðist soldið á föstudaginn af því að hún reyndi heiðarlega við heimsmet í skiptitíma á Heatrow. Hún kom þó til okkar með næsta flugi á eftir.
Á laugardaginn byrjuðum við á því að keyra aðeins um bæinn, rölta aðeins inn í Parque Retiro og um kvöldið fórum við svo niður í bæ að skoða jólaljósin sem voru kveikt í dag. Ég sofnaði reyndar á Plaza Major, svo ég veit ekki alveg hvernig þetta endaði :)
Á sunnudag fórum við aðeins að versla í Decathlon og svo fórum ég og pabbi að leika í leikfangalandinu í El Corte Inglés meðan mamma og amma fóru að versla. Um kvöldið borðuðum við svo á e-m amerískum stað þar sem ég var að leika mér með krökkunum.
Núna erum við pabbi að jafna okkur eftir helgina en mamma er farin til Stokkhólms á ráðstefnu, en amma er farin aftur til Íslands. Við erum búin að vera internetlaus heima frá því á hádegi á föstudag en þegar við fáum netið aftur, ætlar pabbi að skella nokkrum myndum hérna.
Á laugardaginn byrjuðum við á því að keyra aðeins um bæinn, rölta aðeins inn í Parque Retiro og um kvöldið fórum við svo niður í bæ að skoða jólaljósin sem voru kveikt í dag. Ég sofnaði reyndar á Plaza Major, svo ég veit ekki alveg hvernig þetta endaði :)
Á sunnudag fórum við aðeins að versla í Decathlon og svo fórum ég og pabbi að leika í leikfangalandinu í El Corte Inglés meðan mamma og amma fóru að versla. Um kvöldið borðuðum við svo á e-m amerískum stað þar sem ég var að leika mér með krökkunum.
Núna erum við pabbi að jafna okkur eftir helgina en mamma er farin til Stokkhólms á ráðstefnu, en amma er farin aftur til Íslands. Við erum búin að vera internetlaus heima frá því á hádegi á föstudag en þegar við fáum netið aftur, ætlar pabbi að skella nokkrum myndum hérna.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim