þriðjudagur, janúar 08, 2008

Sólarströnd á þrettándanum

Ég fór í rosalega langt bílferðalag um helgina þegar við keyrðum til Torrevieja. Þá reddaði litli myndaspilarinn sem Hildur, Tryggvi frændi og Tryggvi afi gáfu mér í jólagjöf málunum. Ég gat horft á Litlu lirfuna og Skoppu og Skrítlu þegar ferðin fór að verða erfið. Ég var samt rosalega dugleg og var ekki með neinar refjar alla leiðina :) Þetta er eins og að keyra 5 sinnum í sumarbústaðinn heima, hvora leið!

Það var rosalega gaman í Torrevieja, við fórum á ströndina La Zenia og á sunnudeginum keyrðum við til Alicante of fórum aðeins á ströndina þar, það var reyndar svolítið rok svo við vorum ekkert rosalega lengi á ströndinni þar. Það skipti ekki máli því ég fékk stæsta súkkulaði-ís-eftirrét sem ég hef nokkurn tímann séð áður en við fórum heim.

Myndirnar koma fljótlega á myndasíðuna mína.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim