Í sólbaði fyrir heim-sókn
Jæja, nú er ég að fara til Íslands á morgun. Ég sit hérna við borðið úti á svölum og borða jarðaberjajógúrt og pabbi er í sólbaði og að fikta í tölvunni. Annars er ég farinn að syngja allt stafrófslagið og get bent á nokkra helstu stafina á lyklaborðinu ... alla vega H, M og G :) Ég er svona um það bil að leggja bleiunni á daginn en pabbi og mamma eru nú samt soldið stressuð og spyrja mig endalaust hvort ég þurfi ekki að fara á koppinn :) Það hafa samt ekki orðið neitt mörg slys síðan ég byrjaði á þessu, eiginlega bara tvö ... en það var alveg óvart :)
Við ætlum að reyna að vera soldið úti í sólinni í dag því það er víst allt á kafi í snjó á Íslandi.
Við ætlum að reyna að vera soldið úti í sólinni í dag því það er víst allt á kafi í snjó á Íslandi.
1 Ummæli:
hæ elskurnar og takk kærlega fyrir síðast Hekla mín. Var að reyna að senda honum pabba þínum myndir af þér. Hef ekki skrifað emailið hans pabba þíns rétt því emailið fór á geirsig@gmail.com en það er víst ekki rétti Geir:)
Endilega sendið mér mail á sigurlaugvilhjalmsdottir@gmail.com.
Knús og kram
Sigurlaug frænka.
Skrifa ummæli
<< Heim