fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Hætt með bleiu

Þarf ég að segja meira? Ég er hætt að nota bleiu....á daginn :) Ég fæ næturbleiu ennþá, bara svona til öryggis, er nú samt búin að sýna það og sanna að ég þarf þessu nú ekki heldur.
Það gengur rosa vel í leikskólanum þessa dagana, ég er alveg búin að taka hann í sátt og við Laura (leikskólakennarinn) erum orðnar rosa fínar vinkonur.
M&P fóru í foreldra viðtal í gær í skólanum og fengu að vita að ég plumma mig vel í skólanum og að ég er farin að skilja heilmikið í spænskunni en ég reyni samt að tala íslensku við krakkana þegar ég þarf að tjá eitthvað að ráði :) Það gæti nú samt eflaust breyst fljótlega.... :)

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Dugleg stelpa ertu!
Kveðja,
Björk

3:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim