Frí á Marbella
Jæja, þá erum við búin að vera viku hérna á Marbella. Það hafa skipst á skin og skúrir og í dag er brjálað rok en samt sól og 24 stiga hiti. Þetta er víst ekta páskaveður hérna, aldrei að vita við hverju er að búast. Við fórum á ströndina á mánudaginn og til Gíbraltar á þriðjudaginn og svo fórum við til Marokkó á miðvikudaginn. Við náðum að skoða smá en svo lentum við í grenjandi rigningu seinnipart dags, ekki alveg það sem maður bjóst við þegar maður fer í dagstúr til Afríku :)
Í dag fórum á risastóran markað hérna í hverfinu og keyptum hálsfestar handa mér og alls konar glingur fyrir Hildi og mömmu og núna erum við bara heima í "húsinu" að slappa af og leika okkur með allt glingrið.
Í dag fórum á risastóran markað hérna í hverfinu og keyptum hálsfestar handa mér og alls konar glingur fyrir Hildi og mömmu og núna erum við bara heima í "húsinu" að slappa af og leika okkur með allt glingrið.
1 Ummæli:
... æðislegar nýju myndirnar ... meira hvað hekla hefur stækkað.
kk frá Boston, þar sem farið er að vora ... alla vegana svona smá.
Skrifa ummæli
<< Heim