sunnudagur, apríl 20, 2008

Keiludagur

Í gær (laugardag) fór ég með pabba og Hildi í Betware keilu í Skautahöllinni hérna í Madrid. Þessi höll er svona eins og kringlan og skautahöllin í laugardal væru sameinuð keiluhöllinni ... með endalausu fólki og hávaðanum sem því fylgir. Við pabbi eyddum mestum tíma í að skoða fólkið en ég fékk lík að prófa að rúlla kúlunni aðeins og hún (kúlan) skilaði sér alltaf niður brautina á endanum. Fórum svo út að borða með liðinu eftir að ég hafði tekið mér smá fegurðarblund í bílnum með pabba. Mamma komst ekki með því hún er búin að vera smá veik, en það fer nú allt að lagast held ég.

Í dag voru foreldrar mínir ekki í miklu stuði til útiveru svo ég fékk að horfa á hellings video. Skemmtilegast er að horfa á Skrímslin (Monsters inc.) og í dag horfði ég í fyrsta skipti á Litlu Hafmeyjuna. Það var rosalega gaman. Svo horfi ég stundum á Stubbana í smá stund því litlu krakkarnir þar eru svo fyndnir. ´

Þessa dagana er aðal stuðið að fá að sofa inni hjá Hildi frænku, því það er svo brjálað stuð hjá okkur þegar við lesum bækurnar fyrir svefninn. Jæja, verð að hætta núna, á að mæta í leikskólann kl 9 í fyrramálið.

1 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

Loksins fann ég síðuna þína.. :O) svakalega ertu orðin stór stelpa...og barasta ALVEG eins og mamma þín...knúsíkrús...Kikka og Karítas skellibjalla.

8:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim