föstudagur, júní 06, 2008

Bloggus maximus

Jæja, það var tekin ákvörðun á heimilinu að Hekla fær ekkert að blogga meira sjálf :) Nú ætlum við foreldrarnir að taka yfir bloggið - þvi það eru fleiri litlir bloggarar á leiðinni í heiminn sem vilja fá að nota síðuna líka :)
En af okkur er það að frétta að við foreldrarnir liggjum hérna í sitthvorri tölvunni hálf vængbrotin heima því litla stelpan okkar er í sleep over í leikskólanum sínum. Hún mætti klukkan 20.00 í skólan vopnuð tannbursta og vasaljósi. Svo mætum við foreldrarnir í fyrramálið í morgunmat klukkan 9.00. Það er alveg merkilegt hvað vantar mikið þegar hún er ekki heima!
En nú styttist í heimför hjá okkur, c.a 2 1/2 mánuður þangað til við snúum aftur til Íslands. Ég minntist á það við hana Heklu um daginn að hún færi í íþróttaskóla þegar við kæmum heim í haust og hún hefur minnst á það af og til síðan. Hún er mikill íþróttaálfur þessi stelpa, hún gerir allskonar æfingar sem hún apar upp eftir sjónvarpinu og fólki sem hún hefur séð í görðunum hérna í Madrid. Auk þess er hún farin að fara í kollhnís!
Eins og á mörgum barnaheimilum eru lesnar bækur fyrir svefninn hér. Góða nótt Einar Áskell er ein af þeim bókum sem oft eru lesnar. Hún hefur nú lært marga ósiðina úr þeirri bók :) en hún kann hana greinilega alveg utanaf því í dag sótti hún bókina inn í herbergi og "las" hana spjaldana á milli fyrir heimilisfólkið :)
Svo finnst henni rosalega gaman að segja okkur sögur. Hún segir okkur oft sögur þegar við hittumst eftir daginn og það er svo skemmtilegt að það koma risaeðlur við sögu í hverri frásögn. Sögurnar eru oft á þá leið að það koma 1-2 setningar og svo "og svo kom risaeðla" með mikilli áherslu :)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ og hó

Gaman að heyra frá ykkur ... fara ekki að sjást óléttumyndir af mömmunni?

kær kveðja úr geðveikinni ... D - 4 weeks :)

mvb

10:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið verður gaman að fá ykkur heim og geta leyft Nönnu og Heklu að hittast aftur. Þær voru svo miklar dúllur síðast.

Annars vil ég bara óska ykkur enn og aftur til hamingju með bumbubúann.

Kveðja, Gunna

2:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim