mánudagur, júní 23, 2008

Útskrifuð!

Á föstudaginn útskrifaðist Hekla úr leikskólanum sínum. Það var formleg útskriftarathöfn í Centro Cultural hérna rétt hjá, í sal sem er eins og lítið leikhús. Þar var tveggja tíma sýning þar sem 4 aldurshópar á leikskólanum sýndu dansa :) Þemað var ævintýrið um galdrakarlinn í Oz og voru hóparnir klæddir upp í gervi sem tengdust sögunni. Bekkurinn hennar Heklu var fuglahræða og stelpan tók sig gríðarlega vel út í gallabuxum, köflóttri strákaskyrtu (sem við sjáum nú fram á að nýta seinna :) og með stráhatt.

Hekla stóð sig eins og hetja og spilaði fuglahræðuna af meiri innlifun en flestir aðrir, þ.e. hún stóð störf og horfði á alla hina dansa, alveg hissa á því sem var að gerast. Þetta er allt til á video :)

Að lokum voru öll nöfnin kölluð upp og þegar kallað var "Un fuerte apploso para la maga Hekla!!" (Klappið nú vel fyrir galdrakonunni (þemað á deildinni) Heklu!" þá hljóp mín sem fætur toguðu í faðm kennarans og lyfti svo prófskírteininu fagnandi upp í loft. Úff hvað foreldrarnir voru stoltir. Fyrsta útskriftin búin :)

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta :) ...
kær kveðja,
Margret

9:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim