Knútur
Litli kútur ... eða Knútur eins og við erum farin að kalla hann (var það ekki nafnið á Ísbjarnarunganum í Þýskalandi? :) )
... braggast vel þessa dagana. Hann sefur langa lúra, en samt ekki alveg nógu langa. Hressasti tíminn er milli 12 og 2 á næturna, þegar hann heldur mömmu sinni alveg við efnið. Foreldrarnir skiptast soldið á að sofa, ég tek nóttina, fer svo með stóru systurina í leikskólann og tek svo Knút fram yfir hádegi meðan Helga sefur. Svona hefur þetta í raun gengið alveg síðan við komum heim af spítalanum.
Knútur er voða rólegur, en rymur alveg heljarins ósköp, soldið eins og lítill hvítabjörn. Hann er farinn að skoða umhverfið heil ósköp og augun orðin aðeins meira spyrjandi en fyrstu 2 vikurnar þegar hann rétt pírði í gegnum augnlokin.
Það er nóg af myndum komið á smugmug. Læt eina fylgja með.
... braggast vel þessa dagana. Hann sefur langa lúra, en samt ekki alveg nógu langa. Hressasti tíminn er milli 12 og 2 á næturna, þegar hann heldur mömmu sinni alveg við efnið. Foreldrarnir skiptast soldið á að sofa, ég tek nóttina, fer svo með stóru systurina í leikskólann og tek svo Knút fram yfir hádegi meðan Helga sefur. Svona hefur þetta í raun gengið alveg síðan við komum heim af spítalanum.
Knútur er voða rólegur, en rymur alveg heljarins ósköp, soldið eins og lítill hvítabjörn. Hann er farinn að skoða umhverfið heil ósköp og augun orðin aðeins meira spyrjandi en fyrstu 2 vikurnar þegar hann rétt pírði í gegnum augnlokin.
Það er nóg af myndum komið á smugmug. Læt eina fylgja með.

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim