þriðjudagur, maí 30, 2006

Húsdýr og kosningar

Það hefur ýmislegt á daga mína drifið frá síðustu skrifum. Við mamma og Hildur frænka fórum í húsdýragarðinn á uppstigningadag. Þar sá ég í fyrsta skipti hesta, kindur, geitur, svín og beljur. Ég var svolítið vör um mig til að byrja með, vildi ekki fara of nálægt, en eftir smá stund fannst mér þetta bara spennandi :) Við sáum líka mjög skrýtið tré. Mamma sagði við mig að einhverntíma myndum við koma í garðinn til að bæta á þetta tré. Já, þetta var duddutré! Fullt af allskonar duddum! Þarna skilar maður víst duddunum sínum þegar maður er orðinn stór :)
Svo fór ég í kosningakaffi í Garðabæinn með M&P. Mamma sækir víst þangað af gömlum vana :) Þar hittum við afa og hann fór með mig út um allt að hitta hitt og þetta fólk til að sýna mig :)
Annars gengur allt bara vel, við vorum að fá lokasvar frá dagmömmunni í dag og við eigum pláss frá 1.sept n.k. Okkur líst bara mjög vel á þetta allt saman, förum bráðlega að heimsækja þær (þær eru tvær saman) til að skoða.
En aumingja pabbi minn stendur í ströngu með mig þessa dagana. Ég er ekki alveg að gefa eftir með næturnar þannig að gamli er á rúntinum á milli herberja á nóttunni ennþá :) En við töluðum við svefnráðgjafa í gær og fengum góðar leiðbeiningar sem ættu að hjálpa til.

kv.Hekla María.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel með næturnar :)
Það er svo frábært þegar allir eru farnir að geta sofið vel.

12:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim