sunnudagur, júní 18, 2006

Hæ hó jibbí jei

Fyrsti 17.júníinn runninn upp og gufaður upp. Við fjölskyldan fórum auðvitað niðrí bæ, keyptum blöðru og íslenska fánann eins og sannir vísitölu íslendingar. Blaðran fékk að hanga á kerrunni en íslenska fánanum var stungið ofaní kerruna til mín og ég tók mig til og ríg hélt í hann í einn og hálfan tíma eða alveg þangað til ég sofnaði. Ég er greinilega fæddur skáti. Þetta var allt saman mjög ljúft og mér fannst bara mjög gaman að sjá allt þetta fólk saman komið. Svo enduðum við daginn hjá Gunndóru og co. í yndælis mat.
Ég er orðin mjög dugleg að standa upp, ég reyni að standa upp við allt sem ég kemst nálægt og það þarf að passa vel upp á mig svo ég meiði mig ekki. Ég er nú þegar búin að fá einn marblett á milli augnannna (á nefið), því ég datt fram fyrir mig þegar ég var að reyna standa upp við bókahilluna. Mamma stóð við hliðina á mér og var að passa að ég dytti ekki aftur fyrir mig, en ég missti takið og datt fram fyrir mig :| Annars gengur allt mjög vel hjá okkur, nú fer að styttast í að mamma fari að vinna og pabbi verði hjá mér á daginn! Það eru bara tvær vikur þangað til...!
Tékkið á júní myndunum, við tókum nokkrar myndir niðrí bæ á 17.júní.

kv.Hekla María.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra frá ykkur, og myndirnar eru æði.

Sjáumst á laugardaginn :)
mvb

12:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Halló duglega stelpa ! Við vildum bara kasta á þig kveðju og knús :)

6:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þú ert svo líiiitillll mussý musss

4:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hmmm...þú ert nú ekkert að missa þig í blogginu Geir. Er bloggið ekki hluti af skyldum feðraorlofs???

Svo eruð þið að gagnrýna okkur fyrir að blogga ekki :)

Kveðja frá London, Gunna

11:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta barn (ég á þetta barn) er með guðdómleg augu ... maður er bara í hlátuskrampa þegar maður skoðar myndirnar.. ég er svo stolt af henni lillu

2:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim