miðvikudagur, júlí 19, 2006

Hæ!

Hæ hó. Ekki jibbí jei þó. Vona að enginn af 3 lesendum vefsins hafi gefist upp á bloggleysinu okkar. Það er auðvitað mikið að gerast hjá mér, í þroska og vexti almennt. Ég er að reyna slá íslandsmet innanhús í svefnleysi á nóttinni og það gengur bara mjög vel :) Ég æfi mig á hverri nóttu og M&P standa eins og klettur með mér í æfingunum. En ég er að taka fleiri tennur líka sem hefur haft þær afleiðingar að ég er búin að vera með smá nefrennsli, smá hita og svo eins og áður sagði alltaf að vakna á nóttinni. En annars er ég bara orðin rosa klár í að standa upp og meira að segja farin að labba aðeins með. Ég er líka farin að borða fullt af venjulegum mat, fæ smakk hjá mömmu og pabba og stundum borða ég bara það sama og þau í kvöldmat. Já og svo aðal fréttirnar og kannski ástæðan fyrir þessu bloggleysi - mamma er farin að vinna og pabbi kominn í frí til að hugsa um mig!
Tékkið á myndunum, var að bæta við fullt af myndum í júní möppuna og júlí myndir koma fljótlega.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég legg til að þið skráið Heklu í einhverja aðra íþrótt sem reynir minna á foreldrana. Ég held svei mér þá að íslandsmeistaratitill í svefnleysi sé ekki þess virði :)

Hvað með senda hana í klappstýruæfingar? Já, ótrúlegt en satt, nú er það líka til á Íslandi. Slóðin er http://klappstyrusambandislands.net/ ef þið hafið áhuga...

8:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ hó,
gaman að heyra frá ykkur - mynirnar æði eins og vanalega - enda stelpuskottan einstaklega myndaleg.
kveðja að vestan,
Margrét

2:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hei.

Hvað segist :D

Ég kíki nú alltaf reglulega sko :) þó ég kvitti nú ekki alltaf.

En svo fyndið. Skoðaði albúmið og sá þá hjá vinum eitthvað, skoðaði þar, og lol, ég á bara ekki til orð yfir hvað ísland er lítið.

Daði var þar og ok, ég þekkti hann nú varla aftur, var með honum í bekk í æfingardeildinni.

Nema hvað, þá skoða ég aðeins, og sé þá allt í einu frænkur mínar þarna, hehe, býst þá við að hann Daði sé sonur Ingólfs, en hann er maður Svanhildar systir hennar mömmu. LOL Lítill heimur.

En ég er líka komin með blogg www.kiwi.blog.is ef þið langar að fylgjast eitthvað með okkur i útlandinu.

Svo bara eitt að lokum Helga mín, mikið svakalega er hún Hekla María falleg, og með þessi augu, jiiiii.

Ég kíki á ykkur í kaffi næst þegar ég er á landinu ef þú verður með á könnunni :)

Ástarkveðjur.
Eva Rós

12:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hver er að fara í flugvélina með frænku ligga ligga lái í fyrsta skiptið...

3:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hæbbs

Var ekki einhver búin að lofa einhverjum að blogga :) ... Góða ferð til London öll sömul.

kk
Mvb

9:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim