Howdy folks!

Það var fyndinn morgun hérna hjá fjölskyldunni í dag. Pabbi fór í sturtu og mamma að tygja sig á fætur í rólegheitum og ég frammi á stofugólfi að leika með dótið mitt. Eftir smá stund þegar þau komu inn í stofu til mín, tóku þau eftir því að ég var með eitthvað dökkt sull í kringum munninn og náttgallinn minn allur útataður í einhverju dökku sulli líka! Þau fóru að skoða rúmið mitt í alla króka og kima, því þetta leit strax út eins og ég hafi ælt og þannig útatað gallann minn. En þetta var skrýtið því ekkert fannst í rúminu mínu eða neins staðar sem benti til þess að ég hafi ælt. Svo fannst sönnunargagnið á stofugólfinu innan um dótið mitt, LAKKRÍS!! Þau höfðu gleymt smá lakkrís bút hérna á stofuborðinu og ég fékk mér hann bara í morgunmat, namm namm :)
En það er nú ýmislegt að gerast hérna hjá okkur. Við erum á leiðinni í fyrstu utanlandsferðina mína í dag, ætlum að fara til London í viku. Nú svo er búið að bóka mann í aðra utanlandsferð, til sólarlanda um jólin! Maður er ekki orðinn 10 mánaða og bara strax orðinn heimsborgari.
En það er fullt að gerast hjá mér líka, ég er orðin svo rosalega dugleg að labba með og meira að segja hef ég tvisvar sinnum sleppt mér og tekið skref! En næturnar eru aðeins að lagast hjá okkur, held að það tengist því að brjóstagjöfin hefur stórlega minnkað! Vonum allavega að þetta sé eitthvað að breytast til batnaðar núna.
Uppáhaldið mitt núna er að horfa á Söngvaborg, ég byrja dansa og iða þegar það er sett á, alveg rosa gaman! Jæja, ætla fara undirbúa brottför,
kveðja, Hekla María.
4 Ummæli:
Velkomin til London Hekla María.
Það er voða gaman að fá þig í heimsókn, og auðvitað líka mömmu, pabba og Hildi. Það er nú samt skemmtilegast að fá þig í heimsókn.
Vonandi hefur Hekla María 10 mánaða heimsborgari og fjölskylda það gott í London
Hjartans kveðjur frá ömmu
Velkomin til baka ... verður ekki sagt frá svaðilförum Heklu í heimsborginni?
knús, Mvb
ég vil fá nýjar myndir
Skrifa ummæli
<< Heim