Fer þetta ekki bara að verða passlegt?
Pabbi reyndi að lauma mér í pössun í morgun og ég ákvað að setja alveg extra kraft í "ekki-fara" öskrið og passaði að halda tón þar til pabbi var farinn inn í bílinn. Þegar hann kom svo eftir klukkutíma var ég búin að halda fullkominni athygli beggja dagmæðranna allan tímann og náði loks að láta labba með mig um íbúðina síðasta korterið :) Úff, þetta var eins og góð ferð í gym-ið, tók rosalega á meðan á þessu stóð, en hver mínúta var þess virði þegar ég lagðist á koddann þegar ég kom heim :) Annars fer ég nú alveg að spá í að hætta þessum látum, 7 dagar sem miðpunktur alheimsins og allrar skipulagningar eru nú alveg rétt passleg vandræði til að þau kunni að meta þegar ég hætti að þykjast sakna þeirra hjá dagmömmunni ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim