Sú níunda er jaxl!
Níunda tönnin er mætt og það er jaxl. Ég svaf frekar illa í tvær nætur og var svo alveg ómöguleg í gærdag útaf þessu öllu saman, þetta tekur á. Næturnar breyttust heldur betur eins og hendi væri veifað þegar ég hætti á brjósti. Ég hætti alveg á brjósti í lok júlí og c.a 4 dögum seinna var ég farin að sofa alla nóttina, frá c.a 21.00 til 8.00...kom einstaka sinnum fyrir að ég fékk pela um kl. 6.00.
En ég var sem sagt brjóstabarn í tæpa 10 mánuði og svaf frekar illa allan tímann :)
En að öðrum málum er það að frétta að ég verð bráðum 1 árs......og hlakka mikið til, eða mömmu hlakkar allavega mikið til :) En það er svo margt að gerast hjá mér að það er ekki hægt að blogga lengur um eitthvað merkilegt sem ég geri eða segi, því þá þyrfti ég að hafa ritara á blogginu allan daginn! Það er svo mikið að gerast í málþroska og hreyfiþroska, ég babbla allan daginn, en er farin að segja nokkur skiljanleg orð líka. Svo er ég farin að labba með öllu, aðeins farin að sleppa mér og taka skref líka, en skríð samt bara flestra minna leiða.
Svo er ég byrjuð hjá dagmömmu. Þetta er fyrsta vikan mín, dagur 3 í dag.
Dagur 1 var þannig að við mamma fórum í heimsókn þangað í hálftíma c.a. Dag 2 skildi mamma mig eftir í c.a hálftíma og það gekk mjög vel, ég kvartaði ekki neitt.
Dagur 3, í dag, átti ég að vera í klukkutíma ein, en dagmömmurnar hringdu í mömmu eftir 45 mín. og létu sækja mig því ég grét bara. Þegar mamma kom að sækja mig hætti ég strax að gráta og fór bara að benda á hluti og babbla eins og ég geri alltaf, en þegar við komum út í bíl var mamma varla búin að festa á mig bílbeltið þegar ég var stein sofnuð! Ég var alveg úrvinda eftir þessar 45 mín. Ég er búin að vera hjá M&P pökkuð inn í bómul í 11 mánuði og ég þarf sko að taka mér tíma í að venjast hávaðanum í 10 börnum allan daginn!
kveðja,
Hekla María úrvinda.
En ég var sem sagt brjóstabarn í tæpa 10 mánuði og svaf frekar illa allan tímann :)
En að öðrum málum er það að frétta að ég verð bráðum 1 árs......og hlakka mikið til, eða mömmu hlakkar allavega mikið til :) En það er svo margt að gerast hjá mér að það er ekki hægt að blogga lengur um eitthvað merkilegt sem ég geri eða segi, því þá þyrfti ég að hafa ritara á blogginu allan daginn! Það er svo mikið að gerast í málþroska og hreyfiþroska, ég babbla allan daginn, en er farin að segja nokkur skiljanleg orð líka. Svo er ég farin að labba með öllu, aðeins farin að sleppa mér og taka skref líka, en skríð samt bara flestra minna leiða.
Svo er ég byrjuð hjá dagmömmu. Þetta er fyrsta vikan mín, dagur 3 í dag.
Dagur 1 var þannig að við mamma fórum í heimsókn þangað í hálftíma c.a. Dag 2 skildi mamma mig eftir í c.a hálftíma og það gekk mjög vel, ég kvartaði ekki neitt.
Dagur 3, í dag, átti ég að vera í klukkutíma ein, en dagmömmurnar hringdu í mömmu eftir 45 mín. og létu sækja mig því ég grét bara. Þegar mamma kom að sækja mig hætti ég strax að gráta og fór bara að benda á hluti og babbla eins og ég geri alltaf, en þegar við komum út í bíl var mamma varla búin að festa á mig bílbeltið þegar ég var stein sofnuð! Ég var alveg úrvinda eftir þessar 45 mín. Ég er búin að vera hjá M&P pökkuð inn í bómul í 11 mánuði og ég þarf sko að taka mér tíma í að venjast hávaðanum í 10 börnum allan daginn!
kveðja,
Hekla María úrvinda.
1 Ummæli:
Til hamingju með jaxlinn og að vera byrjuð hjá dagmömmu. Við fylgjumst nú með þér héðan frá London.
Skrifa ummæli
<< Heim