þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Verslunarmannahelgi

Fórum í sveitina yfir helgina. Það var rosalega gaman því ég hitti svo marga krakka. Á laugardaginn komu Jónas Orri og Ari Páll með mömmu sína og pabba og svo kom litli Gummason. Hann er víst bara 6 vikna núna. Þegar ég hélt að fjörið gæti ekki orðið meira kom afi á Akranesi með Bjössa og Svandísi. Við fórum svo og grilluðum borgara með Gumma og Hlín og lilla klifurmús um kvöldið.

Á sunnudaginn fórum við að heyra e-a gamla kalla spila á Geysi. Pabbi segir að þeir heiti KK og Maggi Eiríks. Ég dansaði nú alveg soldið, tónleikagestum til skemmtunar en hafði ekki alveg þolinmæði í alla tónleikana því það var svo mikil sól úti. Við fórum svo í sund í Reykholti á leiðinni heim.

Í gær þegar við fórum heim, þá stoppuðum við í Álftavaði og lékum okkur aðeins við Jónas Orra. Ari var sofandi en hann er víst svo lítill núna að hann þarf að sofa heilan helling :) Ég neyddi Jónas Orra til að kyssa mig bless og Ella Lill mamma hans náði því á video og það verður birt hérna fljótlega.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

... ég heyrði einhverja rúmörs um video ...

... vona að þið hafið það öll gott,
knús,
mvb

2:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim