mánudagur, júlí 14, 2008

Borð 3

Hekla er að ganga í gegnum e-r breytingar þessa dagana. Það er svolítið eins og hún hafi klárað borð 2, og sé komin á borð 3. Hún náði alveg rosalega vel saman með Veigari á lokasprettinum í síðustu viku (Veigar og fjölskylda flutti frá Madrid á laugardaginn) þó hann sé 18 mánuðum eldri og hún hafi verið einu númeri of lítil til að hann nennti að leika sér við hana ... þar til í síðustu viku.

Hún kom foreldrum sínum líka í opna skjöldu í gær þegar hún dundaði sér með Dupló kubba í 90 mínútur, bjó meðal annars til svakalega fínan sveitabúgarð með nestisbekk þar sem aðalpersónurnar sátu og borðuðu!! Við vissum ekki einu sinni að hún gæti búið til almennilegan "turn" :)

Stelpan er líka búin að átta sig á dæminu með litla bróður í maganum, og í morgun þurfti Helga að borða morgunmat af litlum barnadisk, því litli bróðir borðar ekki af stórum disk :)

Klár-lega komin á borð 3!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera komin á borð þrjú!

Kv. Gunna

9:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

... ég spái því að þú verðir komin á borð fjögur áður en þessi síða verði uppfærð.

Kaliforníuknús,
Mvb

6:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim