sunnudagur, janúar 25, 2009

Logi Þór

Bloggleti hefur hrjáð heimilisfólkið í Laxakvíslinni undanfarið, að pólitísku bloggi húsbóndans undanskildu. Ástæðurnar eru tvær, það er á nógu að taka í pólitíkinni þessa dagana :) og líka á nógu að taka hér heima.

Nafna sagan hans Loga Þórs:
Eftir miklar vangaveltur frá fæðingu drengsins ákváðum við að hann ætti að bera nafnið Dagur Logi. Þessi tvö nöfn hafa komið sterklega til greina allan tímann, þannig að við ákváðum á endanum að setja þau bara saman þar sem við týmdum ekki að sleppa hvorugu. Þetta var sem sagt ákveðið og ekki haldið leyndu fyrir vinum og ættingjum. þegar við vorum búin að kalla hann Dag Loga í nokkra daga, fór húsbóndinn að fá bakþanka....og reyndar ég líka en ég hélt að það væri bara eitthvað sem ég kæmist yfir :)
Eftirfarandi símtal átti sér stað á bílaplaninu hjá Garðheimum tveimur dögum fyrir skírn:
H: Hæ, ég er á bílaplaninu hjá Garðheimum á leið inn að kaupa kerti með nafni drengsins á. Á hann ekki örugglega að heita Dagur Logi?
G: Jú var það ekki ákveðið
H: Jú
G: Afhverju ertu þá að hringja í mig?
H: Af því þú ert búin að rugla mig í ríminu með þetta!
G: Hehehe, keyptu kertið, hugsaðu um Loga Þórs nafnið í klukkutíma - við getum þá í versta falli skorið Dags nafnið ofan af kertinu hehhee.....

Og úr varð að það var keypt nafnlaust kerti og Loga Þórs nafnið var ákeðið um kvöldið :)

Magakveisu sagan hans Loga Þórs:
Hann fór að sýna magakveisu einkenni mjög fljótlega eftir fæðingu. C.a 4 vikna fór að fá alvöru magakveisu á kvöldin en einnig var hann oft óhamingjusamur á daginn líka. Það fór svo á endanum að ég tók út hjá mér allt mjólkurfæði og allt sem var augljóslega ekki gott í litla malla og hann lagaðist heilmikið við það. Hann hefur samt sem áður oftast sofnað milli 3-4 á næturnar, okkur hefur ekki tekist að snúa því ennþá, en magakveisan hætti samt þegar ég tók þetta út hjá mér. Hann hefur samt oft verið órólegur og smávegis pirraður eftir gjafir engu að síður.
Núna erum við að vonast til að það hafi orðið einhver kaflaskil hér fyrir tveimur dögum. Hann varð skyndilega svo rólegur og afslappaður og það hélst alveg út allt kvöldið og svo svaf hann bara vel um nóttina. Þetta hélt svo áfram daginn eftir (skírnardaginn hans), allan daginn var hann pollrólegur og afslappaður. Í dag hefur hann svo líka verið svona, algjörlega sáttur og ánægður með lífið.
Í gær prófaði ég að fá mér smávegis mjólkurvörur til að prófa og enn sem komið er virðist allt vera í lagi.
Auðvitað erum við að vona að þetta sé bara gengið yfir, en við skulum spyrja að leikslokum :)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég mótmæli bloggletinni.
Bestu kveðjur,
Margrét

5:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

... en er jafnframt agalega ánægð með nýju myndirnar :)

5:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim