Second child syndrome ...
Ég er farinn að skilja af hverju annað barn fær ekki jafn sýnilega athygli og fyrsta barnið fékk. Færri video, færri myndir og færri bloggfærslur. Það er bara ekki tími fyrir þetta ... :) Álagið og skipulagninginn margfaldast þegar barn bætist ofan á skipulagningu sem var orðin nokkuð rútíniseruð.
Hekla hefur algerlega jafnað sig á komu litla bróður. Það er örugglega erfitt fyrir hana á þessu stigi að ímynda sér lífið án hans. Hún er rosalega góð við bróður sinn og vill alltaf vera að kíkja, snerta hann og hjálpa til við að skipta á bleyju ... svona eins og Emma hjálpar mömmu sinni í bókinni. Hún sefur í prinsessu rúminu sínu alla nóttina og hefur ekki komið uppí nema stöku sinnum síðasta mánuðinn, eitthvað sem gerðist á hverri nóttu eftir að krílið fæddist. Það merkilega er líka, að hún sefur í gegnum magakveisugrátinn ... sem stendur með hléum frá minætti til ca 2 á næturna. Það myndi flækja málið verulega ef hún vaknaði við grátinn í bróður sínum. Eins gott að Hekla María Callas var ekki seinna barnið ... það sefur enginn undir slíkri rödd.
Annars verðum við að fara að finna nafn á kútinn. Við erum búin að ákveða nafn ca 4 sinnum ... en hætt við það næsta dag þegar ný nafnahugmynd skýtur upp kollinum.
Nóg komið .. við feðginin ætlum í sund meðan mæðginin klára nóttina ... þau eru sko í öðru tímabelti en við :)
Hekla hefur algerlega jafnað sig á komu litla bróður. Það er örugglega erfitt fyrir hana á þessu stigi að ímynda sér lífið án hans. Hún er rosalega góð við bróður sinn og vill alltaf vera að kíkja, snerta hann og hjálpa til við að skipta á bleyju ... svona eins og Emma hjálpar mömmu sinni í bókinni. Hún sefur í prinsessu rúminu sínu alla nóttina og hefur ekki komið uppí nema stöku sinnum síðasta mánuðinn, eitthvað sem gerðist á hverri nóttu eftir að krílið fæddist. Það merkilega er líka, að hún sefur í gegnum magakveisugrátinn ... sem stendur með hléum frá minætti til ca 2 á næturna. Það myndi flækja málið verulega ef hún vaknaði við grátinn í bróður sínum. Eins gott að Hekla María Callas var ekki seinna barnið ... það sefur enginn undir slíkri rödd.
Annars verðum við að fara að finna nafn á kútinn. Við erum búin að ákveða nafn ca 4 sinnum ... en hætt við það næsta dag þegar ný nafnahugmynd skýtur upp kollinum.
Nóg komið .. við feðginin ætlum í sund meðan mæðginin klára nóttina ... þau eru sko í öðru tímabelti en við :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim