mánudagur, febrúar 16, 2009

3ja ára review með stæl

Við Helga stormuðum í fyrsta foreldraviðtalið á leikskólanum í dag. Síðasta vika hefur verið soldið skrítin hjá HMG eftir að snuddan var skilin eftir á snuddutrénu í Húsdýragarðinum. Kvöldin eru að verða eðlileg, en það hefur ýmislegt gengið á og upp hafa poppað alveg svaðaleg öskurköst og barsmíðar út í loftið, sem daman biðst bara kurteislega afsökunar á þegar öldurnar lægir. Hún saknar snuddunar bara svoooona mikið.

Það var því með tregablandinni eftirvæntingu sem við stormuðum niður götuna með Loga Þór í vagninum og mættum örlögum okkar. En það var auðvitað engu að kvíða. Prinsessan okkar er hrókur alls fagnaðar á leikskólanum, leikur við alla krakkana, er vinsæl og með góðan húmor :) "Bara að dóka" :) ... og svo stendur hún algerlega fyrir sínu þegar kemur að því að standa upp og syngja fyrir framan krakkana. Þar poppaði nú upp gen sem hefur legið í felum í alla vega tvær kynslóðir í báðum ættum! :) Sem sagt algert draumaviðtal ... staðfest að stelpan er byrjuð að fara fram úr væntinum foreldranna í þeim aktivitetum sem við sjáum ekki til.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að Hekla sé hætt með snuð.
Nanna sefur enn með sitt snuð - hún er harðákveðin í því að hún sé ennþá nógu lítil til að sofa með snuð.

Kveðja, Gunna

11:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim