Órói
Eftir að við prísuðum okkur sæl fyrir að vera laus við pre-3gja-mánaða magapínuna, þá hefur sprottið upp e-r órói í Loga litla. Hann var með læti til kl 2 síðustu nótt, e-n ægilegan pirring í maganum þar sem allt lék á reiðiskjálfi. Sofnaði samt fyrir rest.
Í dag fór hann í 3gja mánaða sprauturnar og tók þeim með stæl. Við viktun kom í ljós að hann hefur valið nýja þyngdarkúrfu á barnaeftirlitskvarðanum. Logi hefur dafnað svo vel að hann stökk á milli ferla í dag.:) Þetta var svona hliðrun á ferlum ... talnaglöggir lesendur eru hvattir til að koma með heiti á þetta.
Annars lítur allt þokkalega út núna um miðnætti, órólegt kvöld virðist stefna í e-ð aðeins skárra en í gær. Góða nótt.
Í dag fór hann í 3gja mánaða sprauturnar og tók þeim með stæl. Við viktun kom í ljós að hann hefur valið nýja þyngdarkúrfu á barnaeftirlitskvarðanum. Logi hefur dafnað svo vel að hann stökk á milli ferla í dag.:) Þetta var svona hliðrun á ferlum ... talnaglöggir lesendur eru hvattir til að koma með heiti á þetta.
Annars lítur allt þokkalega út núna um miðnætti, órólegt kvöld virðist stefna í e-ð aðeins skárra en í gær. Góða nótt.
1 Ummæli:
Hann er bara að minna ykkur á hvað þið eruð búin að hafa það gott síðustu vikur. :)
Kveðja, Gunna
Skrifa ummæli
<< Heim