Fyrsti í pensilíni
Jæja, í dag lýkur fyrstu (já við erum að fenginni reynslu alveg undirbúin undir nokkrar svona umferðir) pensilín meðferðinni við eyrnabólgu hjá Loga. Hann svaf ágætlega mánudag og þriðjudag í síðustu viku, en varð svo aftur mjög pirraður og kvefaður. Helga var með hann heima á föstudaginn og ákvað að kíkja með kallinn til læknis. Bullandi eyrnabólga í báðum eyrum og hálsbólga að auki. Ekki skrítið þó smá pirringur hafi verið í kútnum. Hann er bara svo geðgóður, og við vön dramanu í Heklu þegar hún fékk í eyrun, að við sváfum líklega á verðinum. Týpískt 2nd child syndrome :)
Hann er alla vega búinn að sofa eins og ljúflingur síðustu 2 nætur, pirringurinn farinn og síðasti pensilín skammturinn seinna í dag.
Annars gengur rosalega vel á leikskólanum, hann fer sæll og ánægður á hverjum degi og stendur sig eins og hetja alla daga segja fóstrurnar.
Skrítið hvað maður veitir framförunum hjá Heklu minni eftirtekt á þessum aldri. Það eru þessir litlu hlutir eins og "Ég setti bara myndina á pásu til að koma og tala við þig" ... ha? kanntu að setja vlc spilarann á pásu í tölvunni þinn? :) :) Ég sýndi henni þetta einu sinni um daginn og hún virtist ekki vilja fá þá kennslu ... en það augljóslega skilaði sér alla leið.
Allt gott annars að frétta úr frostinu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim