miðvikudagur, febrúar 03, 2010

Það hlýtur að koma rólegur dagur

Hekla María tekur ýmis mál til umfjöllunar þegar við erum á leið í og úr ballett.

Miðvikudagur 3. febrúar 2010-02-03


Hekla: Bráðum kemur öskudagur og ég á engann öskudagsbúning

Amma: Áttu ekki Sollubúning og nornabúning?

Hekla: Nornabúningurinn er of lítill og dettur í sundur ef ég fer í hann og Sollukjóllinn er týndur ég er búin að leita tvisvar á bak við píanóið og í rúminu mínu og undir rúminu og í sófanum og alls staðar.

Amma: Sollukjóllinn getur ekki verið týndur

Hekla: Amma geturðu saumað handa mé öskudagsbúning

Amma: Nei Hekla mín ég hef svo mikið að gera að ég hef ekki tíma í það

Hekla: Amma það hlýtur að koma einn rólegur dagur hjá þér.

Niðurstöðurnar úr þessum umræðum urðu þær að Hekla er að hugsa um að mæta í ballettbúning á leikskólann á öskudaginn og vera ballerína.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að það skuli vera búið að lifna yfir blogginu, made my day :)
-Mvb

11:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim